Líf og dauði 

Mexíkóskir tónleikar og matarboð
Hvað getum við lært frá Mexíkönum um dauðann?

 

Svana í Gamla bíói - Tónleikarnir Líf og Dauði

Dauðinn

„Lifum brosandi til þess að deyja glöð“ segja Mexíkanar. Það er löngu orðið heimsþekkt hvernig þeir gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Íslendingar hafa tekið hefðinni, „Degi hinna dauðu“ fagnandi og á hverju ári skreytir fjöldi fólks sig og nýtur þess að stíga inn í annan hugarheim, sumir þekkja sögu dagsins, aðrir ekki.

Í einstakri veislu í Gamla bíói fer Svanlaug Jóhannsdóttir yfir það í sögum og lögum hvernig hugmyndir dagsins geta nýst okkur til þess að gæða lífið meiri dýpt og gleði. Sögur og tónlist fá stóran sess í vönduðu skreyttu umhverfi. Viðtökur fólks á Íslandi hafa frábærar, stundum er hlegið, stundum grátið. Alltaf rætt opinskátt um dauðann og ánægðir tónleikagestir fara heim með þá hugmynd að mæta með allan vinahópinn á næsta ári og muna að njóta minninga um þá sem frá hafa fallið.

Tónlist sem Chavela Vargas, Alejandro Fernandez og Lhasa de Sela gerðu fræg tekur upp stóran hluta tónleikanna, auk annarra þekktra laga frá Mexíkó.

Vanda sig

„Íslendingar eru rosalega duglegir að tala um lífið en þeim er orða vant þegar að kemur að dauðanum. Þar getum við lært svo mikið af Mexíkönum” segir Svana.
Mikið er lagt í skreytingar, mat og kokteila, allt að mexíkóskum hætti og passað að allt sé gert af mikilli virðingu við hefðir og uppruna.

Listafólkið

Söngkona og sögumaður: Svanlaug Jóhannsdóttir
Tónlistarstjóri: Ásgeir Ásgeirsson
Hljófæraleikarar: Óttar Sæmundsen, Eiríkur Rafn Stefánsson og Karl James Pestka.
Sviðshönnuður og skúlptúrar: Erla Lilliendahl